Ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup 20. október 2009 18:30 Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Hann keypti 1,37% hlut í þremur skömmtum í Landsbankanum í júlí og ágúst í fyrra í gegnum félag sitt Sigurður Bollason ehf og greiddi fyrir það þrjá og hálfan milljarð króna. Hlutirnir voru, eftir því sem fréttastofa kemst næst, að mestu leyti keyptir af Landsbankanum með láni frá bankanum sjálfum. Þessir hlutir eru verðlausir en samkvæmt ársreikningi stendur eftir 4,5 milljarða króna skuld. Sigurður keypti einnig hlut í Glitni á síðasta ári í gegnum félag sitt S.Á. Bollason ehf. Sigurður greiddi rúma fjóra milljarða fyrir hlutinn og eftir því sem næst verður komist var Glitnir bæði söluaðili hlutanna og lánveitandi. Hlutabréf í Glitni eru einskis virði í dag og félagið skuldar 4,6 milljarða. Þriðju hlutabréfkaup Sigurðar á síðasta ári voru kaup á 1,16% hlut í Existu í gegnum félag sitt S. Bollason ehf. Hluturinn kostaði um 1,5 milljarð og tók félagið lán fyrir kaupunum á hlutnum. Bréf í Exista eru verðlaus í dag og félagið skuldar 1,8 milljarða. Samkvæmt ársreikningum félaganna þriggja standa yfir viðræður við lánadrottna um uppgjör á lánssamningum sem nema um ellefu milljörðum í tilfelli félaganna þriggja. Engar eignir eru til staðar, eingöngu skuldir, sem þarf að öllum líkindum að afskrifa. Og Sigurður, hann tapar einni og hálfri milljón, upphæðinni sem það kostaði hann að stofna félögin þrjú. Sigurður Bollason er sonur Bolla kaupmanns sem kenndur er við Sautján. Hann stundaði viðskipti í góðærinu meðal annars með Magnúsi Ármanni sem víða er til rannsóknar. Þá eru kreditkortaviðskipti Sigurðar sjálfs til rannsóknar hjá skattyfirvöldum. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Hann keypti 1,37% hlut í þremur skömmtum í Landsbankanum í júlí og ágúst í fyrra í gegnum félag sitt Sigurður Bollason ehf og greiddi fyrir það þrjá og hálfan milljarð króna. Hlutirnir voru, eftir því sem fréttastofa kemst næst, að mestu leyti keyptir af Landsbankanum með láni frá bankanum sjálfum. Þessir hlutir eru verðlausir en samkvæmt ársreikningi stendur eftir 4,5 milljarða króna skuld. Sigurður keypti einnig hlut í Glitni á síðasta ári í gegnum félag sitt S.Á. Bollason ehf. Sigurður greiddi rúma fjóra milljarða fyrir hlutinn og eftir því sem næst verður komist var Glitnir bæði söluaðili hlutanna og lánveitandi. Hlutabréf í Glitni eru einskis virði í dag og félagið skuldar 4,6 milljarða. Þriðju hlutabréfkaup Sigurðar á síðasta ári voru kaup á 1,16% hlut í Existu í gegnum félag sitt S. Bollason ehf. Hluturinn kostaði um 1,5 milljarð og tók félagið lán fyrir kaupunum á hlutnum. Bréf í Exista eru verðlaus í dag og félagið skuldar 1,8 milljarða. Samkvæmt ársreikningum félaganna þriggja standa yfir viðræður við lánadrottna um uppgjör á lánssamningum sem nema um ellefu milljörðum í tilfelli félaganna þriggja. Engar eignir eru til staðar, eingöngu skuldir, sem þarf að öllum líkindum að afskrifa. Og Sigurður, hann tapar einni og hálfri milljón, upphæðinni sem það kostaði hann að stofna félögin þrjú. Sigurður Bollason er sonur Bolla kaupmanns sem kenndur er við Sautján. Hann stundaði viðskipti í góðærinu meðal annars með Magnúsi Ármanni sem víða er til rannsóknar. Þá eru kreditkortaviðskipti Sigurðar sjálfs til rannsóknar hjá skattyfirvöldum.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira