Viðskipti erlent

Kreppa í Bretlandi

Kreppa er nú í Bretlandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofunnar þar í landi sem benda til að samdráttar hafi gætt í hagkerfinu þar í landi í tvö ársfjórðunga í röð.

Samkvæmt tölunum dróst hagvöxtur saman um 1,5 prósent á fjórða ársfjórðungi. Það kemur til viðbótar 0,6 prósenta samdrætti á þriðja fjórðungi.

Almenna skýringin er sú að dragist hagkerfið saman í tvo fjórðunga samfleytt sé hægt að tala um kreppumerki.

Þetta eru fyrstu merki um svo alvarlegan samdrátt í bresku hagkerfi síðan á tíunda áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins, sem bætir því við að kreppan, sem upphaflega tengdist fjármálageiranum í upphafi, hafi teygt anga sína út í efnahagslífið.

Þá segir að almennt hafi samdráttar gætt í Bretlandi í þrjá fjórðunga samfleyttt sé miðað út frá árinu 1955. Síðustu árin hafi kreppueinkenna hins vegar gætt í allt að fimm fjórðunga.

Sérfræðingar telja hins vegar líkur á að samdráttarins nú geti gætt langt fram á næsta ár.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×