Innlent

Jóhanna þurfti túlk

Guðjón Helgason skrifar
Fjölmenni var á blaðamannafundi forsætisráðherra fyrir erlenda fréttamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Erlendir miðlar hafa vikum saman reynt að ná tali að ráðherra og fengu í dag að spyrja hana spurninga með aðstoð túlks.

Síðustu vikur hafa erlendir fjölmiðlar mikið reynt að ná í formenn stjórnmálaflokkanna vegna Alþingiskosninganna. AP fréttaveitan hefur rætt við formann Vinstri grænna og formann Sjálfstæðisflokksins.

Erlendir miðlar hafa mikið reynt að fá viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, og sóttist það illa.

Herskari erlendra blaðamanna sat um Jóhönnu þegar hún kaus í morgun en þeim gafst færi á að spyrja hana fjölda spurninga í Þjóðmenningarhúsinu örfáum klukkustundum síðar og þá með hjálp túlks.

Nær allir miðlar spurðu hvort Vinstri grænir og Samfylking gætu náð saman í Evrópumálum færu flokkarnir í frekara samstarf. Jóhanna ítrekaði að samið yrði um þau mál.

John Burnes, Pulitzer verðlaunahafi og blaðamaður fyrir New York Times spurði hins vegar um stefnu gagnvart Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum í ljósi þess að undirmálslán þar í landi hefðu valdið hruni hér. Jóhanna svaraði því til að stefna gagvart báðum væri óbreytt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×