Innlent

Sala á húsgögnum hrynur

Emil B. Karlsson Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir að mikill samdráttur hafi verið í sölu áfengis sem skýrist af miklum hækkunum að undanförnu.fréttablaðið/arnþór
Emil B. Karlsson Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir að mikill samdráttur hafi verið í sölu áfengis sem skýrist af miklum hækkunum að undanförnu.fréttablaðið/arnþór

„Það hefur verið verulegur samdráttur í varanlegum neysluvörum að undanförnu,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Samdrátturinn hefur verið hvað mestur í sölu á húsgögnum sem hefur dregist saman um 45,6 prósent á föstu verðlagi frá júní í fyrra en 31,2 prósent á breytilegu verðlagi.

Fast verðlag sýnir þá raunbreytingu í sölu sem hefur verið milli ára eftir að búið er að taka mið af verðbólgu. Breytilegt verðlag sýnir hve mikið seldist í krónum talið án þess að taka mið af því að vörur hækka í verði á milli ára.

Emil segir markvert hve mikill samdráttur hafi verið í áfengissölu. Salan hafi dregist saman um þrettán prósent á föstu verðlagi en aukist um tuttugu prósent á breytilegu verðlagi.

Emil segir að þessi mikli munur skýrist að miklu leyti af auknum álögum á áfengi en hann bendir á að salan hafi ekki verið minni frá árinu 2004. Áfengi hefur hækkað um 38 prósent frá fyrra ári.

Verslun með dagvöru dróst saman um 4,7 prósent á föstu verðlagi. Sala raftækja hefur dregist saman um 32,4 prósent, föt um 24,9 prósent og skósala um 23,7 prósent á föstu verðlagi.- bþa



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×