Innlent

Samfylkingin að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin sé með kosningunum nú að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins.

Dagur benti á að samfélagið væri enn að vissu leyti í sárum eftir áfallið í haust og það væri verkefni næstu ríkisstjórnar að fá sem flesta í bandalag um aðgerðir til þess að taka á vandanum.

Útlit er fyrir að Samfylkingin verði stærsti stjórnmálaflokkur landsins eftir kosningarnar. Aðspurður sagði Dagur að hann teldi að tvennar breytingar yrðu með kosningunum. Samfylkingin væri að stíga á svið sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum og væri að treysta böndin við nýja hópa.

Þá taldi hann að félagshyggja væri að fá þá stöðu hér á landi sem hún hefði haft víða annars staðar á Norðurlöndum og væri grundvöllur þess styrks sem þar væri. „Þetta er auðvitað þróun sem er gríðarlega mikið okkur að skapi," sagði Dagur. Hann benti hins vegar á að verkefnin fram undan væru ekki einföld en mynda þyrfti bandalög alls staðar í samfélaginu, ekki bara í stjórnmálum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×