Innlent

Liðlega 50% kjörsókn í Kópavogsbæ

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi.

Kópavogsbær birtir á klukkustundar fresti upplýsingar um kjörsókn á heimasíðu sinni www.kopavogur.is. Klukkan 17:00 hafði liðlega helmingur kjósenda á kjörskrá í Kópavogi neytt atkvæðisréttar síns í alþingiskosningunum eða 52,9%, 5.441 karl og 5.968 konur. Þetta er umtalsvert meiri kjörsókn en á sama tíma árið 2007. Þá höfðu 48,8% kjósenda kosið í Kópavogi. Aukningin nemur 8,4%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir ennfremur að á heimasíðu Kópavogs sé jafnframt aðgegnilegt kerfi sem sýnir á hvorum kjörstað íbúar við tilteknar götur í bæjarfélaginu kjósa, Hörðuvallaskóla eða Smáranum, og í hvaða kjördeild.

Kjörstöðum í Kópavogi voru fjölgað úr tveimur í fimm og telur kjörstjórn að breytingin hafi mælst mjög vel fyrir. Auk þess bendir hún á að fulltrúar ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, hafi fylgst ítarlega með aðstæðum og framkvæmd kosninga í Kópavogi í dag og segir að samskiptin hafi verið afar ánægjuleg.

Kjörfundi lýkur kl. 22.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×