Viðskipti innlent

Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði til Íslands

Finn Kydland, sem hlaut nóbels­verðlaunin í hagfræði árið 2004, heldur tvo fyrirlestra á vegum Háskólans í Reykjavík dagana 15.-20. apríl næstkomandi. Í fyrri fyrirlestrinum, sem ber heitið Efnahagsstefna og hagvöxtur: Um mikilvægi stefnufestu til langs tíma, mun Kydland útskýra hvers vegna sumum þjóðum hefur tekist að hafa styrka stjórn á efnahagsmálum sínum og að tryggja góðan hagvöxt en öðrum hefur mistekist þetta. Í fyrirlestrinum byggir Kydland meðal annars á þeim rannsóknum sem hann fékk nóbelsverðlaun fyrir, auk nýlegra rannsókna þar sem hann lítur til reynslu landa á borð við Argentínu og Írland.

Seinni fyrirlestur­inn er málstofa ætluð þeim sem hafa meiri hagfræðiþekkingu. Í málstofunni verður fjallað um nýlega grein (Endogenous Money, Inflation and Welfare) sem Kydland skrifaði ásamt Espen Henriksen. Í henni leggja þeir mat á sam­félagslegan ábata af peningamálastefnu sem dregur úr verðbólgu. Efnið er sérlega áhugavert í ljósi mikillar umræðu á Íslandi um kosti og galla peningamálastefnu Seðlabankans, að því er Háskólinn í Reykjavík segir í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×