Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir töpuðu 7.000 milljörðum kr. í nóvember

Tap vogunarsjóða heimsins nam 64 milljörðum dollara eða um 7.000 milljörðum kr. í nóvember. Þetta kemur fram í tímaritinu Eurekahedge sem tekið hefur saman upplýsingar um rekstur vogunarsjóða á þessu ári.

Tap vogunarsjóðanna í ár stefnir í að verða það mesta í sögunni og segir Eurekahedge að árið í ár mun slá út árið 2000 hvað tapið varðar.

Fram kemur í tímaritinu að eignir sjóðanna hafi skroppið saman um 110 milljarða dollara í haust eða sem nemur um 12.000 milljörðum kr.. Eignirnar nema nú 1,65 trilljón dollara en þegar þær náðu hámarki s.l. sumar voru þær 1,9 trilljón dollarar.

Upplýsingar tímaritsins byggja á reikningum frá 2.000 vogunarsjóðum en flestir sérfræðingar eru sammála um að koss dauðans muni smella á hátt í helmingi vogunarsjóða heimsins á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×