Viðskipti erlent

Evrópsk lyfjafyrirtæki brjóta ekki samkeppnislög

Engar vísbendingar eru um að samkeppnislög hafi verið brotin af evrópskum lyfjafyrirtækjum. Þetta kemur skýrt fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nýverið var gefin út í kjölfar húsleitar og rannsóknar á samkeppnisumhverfi evrópskra lyfjafyrirtækja fyrr á þessu ári.

Í tilkynningu um málið segir að enn fremur kom fram að ekkert benti til þess að evrópsk lyfjafyrirtæki væru ekki í mikilli samkeppni. Frumkvöðlar og vísindamenn hafi hins vegar með réttu reynt að vernda uppfinningar sínar, sem beri vott um samkeppnina í þessum geira.

 

Í niðurstöðu sinni viðurkennir framkvæmdastjórn ESB að lyfjaiðnaðurinn sé Evrópubúum lífsnauðsynlegur og að einkaleyfi séu nauðsynleg umbun fyrir nýjungar og hvetji til frekari rannsókna. EFPIA, samtök lyfjaframleiðenda í Evrópu og málsvari evrópska lyfjaiðnaðarins, kalla eftir meiri samkeppni á samheitalyfjamarkaði en slíkt myndi spara verulegar upphæðir sem síðan mætti nýta til að frumlyf bærust fyrr til fleiri sjúklinga.

Forseti EFPIA, Arthur J. Higgins, forstjóri Bayer HealthCare, segir að í bráðabirgðaskýrslunni sé ekki viðurkennt hve flókinn evrópski lyfjamarkaðurinn er og háður ströngu regluverki. Tækifæri séu ekki nýtt til að fjalla um hin raunverulegu vandamál sem standi í vegi fyrir nýjungum, þróun og dreifingu frumlyfja.

Þá segir framkvæmdastjóri EFPIA, Brian Ager, að skýrsla framkvæmdastjórnar renni á engan hátt stoðum undir þá yfirlýsingu, sem gefin var út í upphafi rannsóknarinnar, að lyfjaiðnaðurinn standi í vegi fyrir nýjungum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×