Viðskipti erlent

Bandarískir bílaframleiðendur eygja von

Forstjóri General Motors segir ekki útilokað að bandarískur bílaiðnaður keyri í gjaldþrot hjálpi stjórnvöld ekki til við að ýta fyrirtækjunum úr þeirri kreppu sem þau hafa lent í.
Forstjóri General Motors segir ekki útilokað að bandarískur bílaiðnaður keyri í gjaldþrot hjálpi stjórnvöld ekki til við að ýta fyrirtækjunum úr þeirri kreppu sem þau hafa lent í. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári.

Bílaframleiðendurnir hafa óskað eftir því í nokkrar vikur að stjórnvöld komi þeim til bjargar og vísa til þess að fari þau í þrot muni margföldunaráhrifin hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. General Motors hefur farið fram á fjóra milljarða dali, Chrysler sjö og Ford níu. Talsvert munar á fyrirkomulaginu sem tríóið hefur langt fyrir bandaríska þingið.

S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,58 prósent en Dow Jones-vísitalan um tvö prósent. Þá fór Nasdaq-tæknivísitalan upp um tæp þrjú prósent.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×