Viðskipti erlent

Hlutabréf í Asíu snarlækka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf snarlækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun eftir að fregnir bárust af því að ekkert yrði af aðstoð við bandarísku bílaframleiðendurna.

Bréf í Honda og Nissan lækkuðu um meira en 11 prósentustig, japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm fimm prósentustig og í Kína lækkuðu vísitölur einnig eftir að stjórnvöld lýstu því yfir að hægja myndi ört á hagvexti næsta ársfjórðung.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×