Innlent

Á sjötta hundrað manns vísað frá MH og Verzló

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn við Hamrahlíð

Innritun í framhaldsskóla fyrir næsta haust er nú lokið en alls sóttu um 4426 nemendur úr 10 bekk og 4100 eldri nemendur. Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð voru vinsælustu skólarnir og þurftu að vísa frá á sjötta hundrað manns.

95% 10.bekkinga sóttu nú um en í fyrra var hlutfallið 92%. Eiga allir þeir nemendur greiðan aðgang í framhaldsskóla þar sem pláss fyrir nýnema er nægilegt þótt heldur sé þröngt um nemendur á höfuðborgasvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.