Viðskipti erlent

Rýrnun hlutabréfa á árinu 30.000 milljarðar dollara

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar væntinga um að ríkisstjórnir heimsins muni grípa til aðgerða til bjargar efnahagslífinu á nýju ári.

Árið 2008 er hins vegar nálægt því að vera það versta í sögu hlutabréfaviðskipta ef það er þá ekki það versta, þar sem bréf heimsins rýrnuðu um 30 þúsund milljarða dollara á árinu auk þess sem þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kreppa ríkir á mörkuðum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu á sama tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×