Viðskipti erlent

Enn óvíst um lán til bandarísku bílaframleiðandanna

Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekki tekið neinar ákvarðanir um lán til handa stærstu bílaframleiðendunum þar í landi. Þeir eiga allir við mikla erfiðleika að etja vegna fjármálakreppunnar. Ekki er búist við því að niðurstaða náist í málið á morgun, enda er Bush Bandaríkjaforseti í heimsókn í Írak.

Búist er við því að lausafé General Motors og Chrysler framleiðandanna verði uppurið innan fárra vikna, komi ekki til opinber aðstoð. Þingmaður repúblikana í Tennesse segir að stjórnvöld viti ennþá ekki hvernig þau eigi að snúa sér í málinu. Þá segist talsmaður verkalýðshreyfingar bílaframleiðanda að samtökin hafi ekki fundað með stjórnvöldum um málið.

Búist er við því að opinber aðstoð myndi gagnast General Motors og Chrysler. Enn sé rætt um hversu mikið fé eigi að lána þeim og hvaða skilyrði verði fyrir láninu. Talsmenn Ford framleiðandanna segjast hafa nægjanlegt fjármagn til að lifa af árið 2009 en þeir báðu fulltrúadeild Bandaríkjaþings um aukið fjármagn ef að frekari áföll yrðu á fjármálamörkuðum.

AP fréttastofan greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×