Viðskipti erlent

Bílalán í óláni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er óvíst að þessi skilaboð hverfi úr glugga Chrysler-umboðsins í San Francisco í bráð ef fer sem horfir.
Það er óvíst að þessi skilaboð hverfi úr glugga Chrysler-umboðsins í San Francisco í bráð ef fer sem horfir. MYND/Getty Images

Bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler sitja í súpunni eftir að frumvarp um 14 milljarða dollara neyðarfjárveitingu þeim til handa náði ekki tilskildum atkvæðafjölda í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi.

Ljóst er að ekkert verður því af fjárveitingu á þessu ári. Fulltrúar repúblikana í öldungadeildinni voru andsnúnir ýmsum atriðum, meðal annars ákvæðum um laun starfsmanna sem þeir töldu of há. Talið er að þriðji framleiðandinn, Ford, geti haldið sér á floti eitthvað fram á næsta ár án aðstoðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×