Viðskipti erlent

Actavis semur við bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunina

Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi Actavis.
Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi Actavis.
Actavis í Bandaríkjunum hefur samið við bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um framhald á lyfjaframleiðslu hjá Actavis Totowa í New Jersey. Þar með fellur FDA frá beiðni um lögbann á framleiðslu lyfja hjá Actavis Totowa, sem sagt var frá um miðjan síðasta mánuð.

Lyf frá Actavis í Bandaríkjunum eru ekki flutt til Íslands og hefur þetta því engin áhrif á Íslandi.

Í fréttatilkynningu frá Actavis segir að með samkomulaginu fallist fyrirtækið á að lyf frá Actavis Totowa í New Jersey í Bandaríkjunum fari ekki í dreifingu fyrr en félagið hafi sýnt fram á að ákveðnum umbótum sé lokið, verksmiðjan uppfylli skilyrði FDA um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð (cGMP) og hafi staðist nýja úttekt FDA á verksmiðjunni. Actavis reiknar með að lyfjaframleiðsla og -sala hjá Actavis Totowa hefjist á ný innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×