Lífið

Herbert Guðmundsson tapar dómsmáli - boðar til blaðamannafundar

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson.

Dómur er fallinn í „þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunn sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,9 milljónir króna til húsfélagsins auk málskostnaðar. „No comment," sagði Herbert þegar Vísir hafði samband við hann. „Við erum að fara yfir dóminn og ætlum ekki að tjá okkur um hann strax. Þetta er algjör skandall og við munum boða til blaðamannafundar á næstunni," sagði söngvarinn.

Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina.

Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt sem tók afstöðu með stefnendum í málinu.

Herbert og kona hans voru því dæmd til að greiða 3,9 milljónir til húsfélagsins auk þess sem 1200 þúsund króna málskostnaður fellur á þau.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×