Viðskipti erlent

Stjórnvöld samþykkja sölu Kaupþings í Svíþjóð

Búið er að ráða Christer Villard sem forstjóra Kaupþings í Svíþjóð og hefur honum jafnframt verið falið að selja bankann. Samkvæmt frétt á Dagens Industri hafa íslensk stjórnvöld gefið grænt ljós á söluna.

Dagens Industri segir að sænsk yfirvöld, það er seðlabanki landsins og Lánastofnun ríkisins (Riksgälden) hafi mikinn áhuga á að selja bankann og fyrir utan íslensk stjórnvöld sé Seðlabanki Íslands einnig meðmæltur sölunni.

Fram kemur í fréttinni að Villard þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá lítið verð fyrir bankann því minnst tíu aðilar hafi áhuga á að kaupa hann. Flestir hugsanlegir kaupendur séu sænskir.

Villard er ekki ókunnur Kaupþingi því hann var einn af forstjórum bankans í Svíþjóð á árunum 2001 til 2005.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×