Viðskipti innlent

Líkin hrannast upp í Bretlandi

...
...

Lík hrannast nú upp í líkhúsum í Bretlandi, en fjármálakreppan þar í landi hefur gert að verkum að aðstandendum gengur illa að selja eignir úr dánarbúum til að greiða fyrir útför ættingja sinna. Hið opinbera veitir nærri 900 evra styrk til greftrunar, en seinagangur og skriffinnska í breska ríkisbákninu gerir að verkum að greiðslur berast seint.

Fjármálakreppan hefur orðið til þess að útfararþjónusta, sem reiðir sig á lánsfé til að fjármagna daglegan rekstur, er mjög aðþrengd. Útfararstofur treysta sér því ekki lengur til að veita viðskiptavinum sínum lán fyrir greftrunarkostnaði, með þeim afleiðingum að dæmi eru um að lík bíði í tvo mánuði eftir greftrun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×