Innlent

Forsprakkar mótmæla handteknir

Frá aðgerðum í morgun.
Frá aðgerðum í morgun. MYND/Stöð 2

Lögregla gekk um á vettvangi mótmælanna á Suðurlandsvegi um eittleytið og handtók þá sem stóðu fremst í flokki í aðgerðum vörubílstjóra í morgun.

Fyrr í dag voru um fimm manns handteknir í tengslum við átök lögreglu og mótmælenda, þar af einn fyrir að grýta steini í höfuð lögregluþjóns. Hörð átök hafa staðið yfir á planinu við Olís en þeim hefur linnti í bili. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er við lögreglustöðina við Hverfisgötu segir þegar einn mann vera kominn niður á stöð. Þangað var hann fluttur á ómerktum bíl lögreglunnar.

Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa um það bil tíu manns verið handteknir í það heila í dag vegna mótmælanna.

Hitlerar á vettvangi

Um klukkan hálftvö bættist mótmælendum, sem staddir eru á planinu hjá Olís, óvæntur liðsstyrkur þegar fimm menn í þriðjaríkisbúningum, í líki Adolfs Hitlers, mættu á vettvang. Þar voru á ferðinni nemar í vélvirkjun í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þeir sögðust styðja kröfur um lægra bensínverð.

Bein útsending verður frá Vísi.

Smelltu hér til að horfa á Beina útsendingu



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×