Innlent

Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Guðmundi í Byrginu

Hæstiréttur dæmdi í dag Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann í Byrginu, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Héraðsdómur Suðurlands hafði dæmt Guðmund í þriggja ára fangelsi í maí síðastliðnum. Hæstiréttur minnkar því refsinguna yfir Guðmundi um hálft ár.

Þá dæmdi Hæstiréttur Guðmund til að greiða þremur stúlkum, sem hann braut gegn, miskabætur. Tvær þeirra fá greiddar eina milljón hvor, en sú þriðja fær greiddar 800 þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands hafði hins vegar dæmt Guðmund til að greiða fjórum stúlkum bætur, ein þeirra skyldi fá eina milljón króna, tvær þeirra eina og hálfa milljón og sú fjórða tvær milljónir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×