Viðskipti erlent

Danir baula á konur á barneignaraldri

BARNEIGNIR geta haft áhrif á starfsframa, samkvæmt nýrri rannsókn.
BARNEIGNIR geta haft áhrif á starfsframa, samkvæmt nýrri rannsókn.
Mörg fyrirtæki ráða fremur aðra umsækjendur en konur á barneignaraldri. Þetta kemur fram í Börsen en þar er sagt frá rannsókn sem greiningarstöðin Zapera gerði með því að taka viðtöl við 252 starfsmannastjóra í dönskum fyrirtækjum. Um 10% starfsmannastjóra viðurkenndu að hafa hafnað konu á barneignaraldri þrátt fyrir að hún hefði verið jafnhæf eða hæfari en aðrir umsækjendur í starfið. Ekki virðist sömu sögu að segja á Íslandi ef marka má orð ráðningarstjóra Capacent og Hagvangs. „Það sem ég þekki til íslenska markaðarins þá get ég ekki séð að íslensk fyrirtæki hafni konum á barneignaraldri, nema síður sé,“ segir Auður Bjarnadóttir, ráðningarstjóri hjá Capacent. Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá Hagvangi, tekur í sama streng og segist ekki hafa upplifað slík dæmi hér á landi. -ghh




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×