Viðskipti erlent

FIH bankinn snýr upp á hendina á fjárfestingarsjóðum

FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er meðal þeirra banka í landinu sem nú snúa upp á hendina á fjárfestingarsjóðum til að fá sjóðina til að standa við samninga sína um lán.

Fjallað er um málið í Börsen í dag og þar er m.a. rætt við Lars Johansen bankastjóra FIH en bankinn lánar töluvert til fjárfestingasjóða. Málið sýnst um lánaskilmála þá sem gerðir eru milli banka og fjárfestingasjóða, svokallaða "covenants".

Skilmálarnir kveða á um með hvaða hætti sjóðirnir borga bönkunum til baka af lánum sínum. Er það yfirleitt bundið við hve vel fjárfestingar sjóðanna skila sér til baka.

Ef tekjurnar í félagi/fyrirtæki sem fjárfestingarsjóður á minnka getur það haft áhrif á vaxtastigið á lánum sjóðsins í bönkum, það er ef banki á annað borð samþykkir frekari lánveitingar.

Ennfremur getur viðkomandi banki gert kröfu um að sjóðurinn auki eiginfjárhlutfall sitt til að gera stöðu sjóðsins traustari.

"Það gerist mjög reglulega þessa dagana að þessir skilmálar eru brotnir," segir Lars Johansen en hann vill ekki greina frá því í hve miklum mæli FIH hefur lánað til fjárfestingarsjóða.

Fyrirtæki sem fjárfestingarsjóðirnir lenda fyrst og fremst í vandræðum með þessa dagana eru í verslunargeiranum.

"Þetta eru þau fyrirtæki sem fyrst lenda í vandamálum en síðan smitar þetta út frá sér," segir Lars Johansen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×