Viðskipti innlent

Konur fara eftir leikreglum karlanna

Karin Forseke, sem hér situr á milli Höllu Tómasdóttur og Þórönnu Jónsdóttur frá Auði Capital og er fyrst kvenna í heiminum til að stýra fjárfestingarbanka, segir árangur kvenna af fjárfestingum betri en karla.Fréttablaðið/GVA
Karin Forseke, sem hér situr á milli Höllu Tómasdóttur og Þórönnu Jónsdóttur frá Auði Capital og er fyrst kvenna í heiminum til að stýra fjárfestingarbanka, segir árangur kvenna af fjárfestingum betri en karla.Fréttablaðið/GVA

„Ungar konur sem vilja ná langt verða að fara eftir leikreglum karla. Ég gerði það sjálf. Það var eina leiðin og ég fékk það sem ég vildi,“ segir Karin Forseke, fyrrverandi forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna slíkri stöðu í heiminum og situr í stjórn breska fjármálaeftirlitsins.

Forseke hélt erindi um konur, fjármagn og fyrirtæki á námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytanna á föstudag.

„Konur geta auðvitað leikið eftir reglum karla. Leikurinn hefur reyndar í rás sögunnar ávallt verið á forsendum karla, sem ég tel sorglegt,“ segir og hún bendir á að árangursríkara sé að kynin setji reglurnar til jafns.

Ástæðu þess að leikreglurnar séu að mestu leyti óbreyttar í dag segir Forseke liggja í peningum og völdum. „Konum finnst óþægilegt að blanda þessu saman. Ég held reyndar að þetta sé að breytast. En þróunin er hæg. Þetta er spurning um sjálfstraust kvenna,“ segir hún.- jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×