Viðskipti innlent

Ráðningarstofur dragbítar á launajafnrétti

Margrét Kristmannsdóttir Gömul viðhorf, ráðningarstofur og atvinnurekendur eru dragbítar á launajafnrétti.
Margrét Kristmannsdóttir Gömul viðhorf, ráðningarstofur og atvinnurekendur eru dragbítar á launajafnrétti.

„Á ráðningarstofum vinna að stærstum hluta konur og samkvæmt rannsóknum virðast konur bjóða öðrum konum lægri laun en körlum og því hætta á að ákveðin kynjaslagsíða myndist strax við ráðningu. Þær eru í raun dragbítur á launajafnrétti,“ segir Margrét Kristmundsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og framkvæmdastjóri Pfaff. Hún ræddi þessi mál á fundi Samtaka launafólks um launajafnrétti á dögunum.

Margrét segir einkum þrennt vera dragbítur á launajafnrétti. Sá fyrsti sé blanda af gamaldags uppeldi og ónógri fræðslu til ungu kynslóðarinnar. Hún spyr hvernig á því standi að vel menntaðar konur biðji enn um mun lægri laun en karlkyns jafnaldrar. Annar dragbítur sé ráðningar­stofur; miklu máli skipti að þeir sem þar stýri séu meðvitaðir um ábyrgð sína og þá pytti sem auðvelt sé að falla í í þessum efnum.

„Launadragbítur þrjú er síðan við atvinnu­rekendurnir og okkar starfsmanna- og mannauðsstjórar,“ segir Margrét. „En auðvitað spilar hér inn í lögmálið um framboð og eftirspurn og hvort við lifum á þenslu- eða samdráttartíma. Og ég er fyrst til að viðurkenna að með þessu dæmi er ég að einfalda miklu flóknari hlut.“- ikh





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×