Viðskipti innlent

Íslendingar fá 21 þúsund tonn í karfa

Á togveiðum Ekki frekar en fyrri ár tókst að ná samkomulagi um heildarstjórnun úthafskarfaveiðanna.
Á togveiðum Ekki frekar en fyrri ár tókst að ná samkomulagi um heildarstjórnun úthafskarfaveiðanna.

Sama viðmiðunaraflamark hefur verið lagt til um fyrirkomulag úthafskarfaveiða í ár. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi aðildar­ríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði.

Lagt er til sama viðmiðunaraflamark og í fyrra, eða um 46 þúsund tonn. Ekki náðist samkomulag um heildarstjórnun veiðanna frekar en á undanförnum árum. Aðildarríkin munu því hvert um sig úthluta kvóta til eigin skipa eins og verið hefur. Gert er ráð fyrir að heildar­úthlutunin verði því samanlagt nálægt 71.500 tonnum sem er heldur lægra aflamark en í fyrra. Ísland mun úthluta sama kvóta til íslenskra skipa og í fyrra, eða rúmu 21 þúsund tonni. Skráð árleg veiði á úthafskarfa á því svæði sem hér um ræðir hefur verið um og yfir 80 þúsund tonn síðustu árin.

Að mati Landssambands íslenskra útvegsmanna er íslenski kvótinn um 1,6 milljarða króna virði náist allur aflinn. Á undan­förnum árum hefur það verið nokkrum vandkvæðum bundið.

- shá





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×