Viðskipti innlent

Vatnið sækir á

Jón fær sér einn frískandi
Jón fær sér einn frískandi

„Vatnið er komið til að vera. Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hversu stórt það verður,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem selur átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial úti um allan heim.

Rætt var við Jón í bandaríska vefritinu TheStreet.com á dögunum í tengslum við aukna vatnsneyslu vestanhafs samhliða minnkandi neyslu á gosdrykkjum og kolsýrðum drykkjum. Þar kemur meðal annars fram að Icelandic Glacial sé tiltölulega lítill aðili á bandarískum markaði en stefni hraðbyr á aukna markaðshlutdeild þar í landi með samstarfi við drykkjavörurisann Anheuser Busch.

Í nýlegu fréttabréfi Icelandic Water Holdings kemur fram að stefnt sé að því að hafa vatnið úr Ölfusinu í hillum verslana í öllum ríkjum Bandaríkjanna 1. maí næstkomandi. Það er á áætlun og starfsfólk, bæði fyrirtækis Jóns og sonar hans og Anheuser Busch, á fullu að ná markmiðinu, líkt og segir í fréttabréfinu.

- jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×