Erlent

Spjallína fyrir höfrunga

MYND/AP

Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnarlaust fólk.

Til að hjálpa litla höfrungnum var brugðið á það ráð að koma fyrir hljóðnemum og hátölurum í laug hans og móðurinnar. Þannig er kálfurinn í beinu símsambandi við aðra altalandi höfrunga á nálægri rannsóknarstofu og getur því, gegnum þessa spjalllínu, lært að tjá sig á réttan hátt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×