Erlent

Berklar breiðast út meðal fíla

Í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal hafa nokkrir Asíufílar greinst með berkla. Fulltrúar garðsins fullyrða að sjúkdómurinn hafi breiðst út í um 10 prósent fíla í landinu á undanförnum tveimur árum. Óttast er um stofn Asíufílsins en hann er skráður í útrýmingarhættu. Í Nepal lifa einungis 250 skepnur. Einnig gæti sjúkdómurinn breiðist út í aðrar skepnur og fólk en Chitwan þjóðgarðurinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þar er ríkulegt dýralíf að finna. Auk Asíufílsins lifa þar tígrisdýr og nashyrningar.

Af þeim 250 fílum í Nepal lifa um 150 villtir en um 100 eru í umsjón manna. Asíufíllinn er á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu og því verndaður sérstaklega. Veiðar á þeim geta varðað allt að 15 ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×