Innlent

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Áætlað er að reykingar hafi árlega kostað að meðaltali 263 Íslendinga lífið á tímabilinu 1995-2004.
Áætlað er að reykingar hafi árlega kostað að meðaltali 263 Íslendinga lífið á tímabilinu 1995-2004.

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Margir tengja reykingar og dauðsföll af þeirra völdum við krabbamein og er það ekki að ósekju. Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Í langflestum tilfellum greinist lungnakrabbamein seint og batalíkur því minni en í mörgum öðrum krabbameinstilfellum. Samt sem áður eru hjartasjúkdómar algengasta banameinið sem tengist reykingum.

Lestu allt svarið á Vísindavef Háskóla Íslands



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×