Erlent

Vélmenni með tilfinningar

Þess verður eflaust ekki lagnt að bíða að maður og vél verði bestu vinir.
Þess verður eflaust ekki lagnt að bíða að maður og vél verði bestu vinir. MYND/AP

Japanska vélmenninu Kansei finnst sushi gott, hann frýs þegar hann heyrir orðið sprengja og er illa við forsetann.

Það er rannsóknarteymi í japönskum háskóla sem hefur hannað Kansei. Hann getur kallað fram 36 mismunandi andlitsdrætti sem byggja á gagnabanka með 500.000 lykilorðum.

Þegar Kansei heyrir lykilorðin sem eru á ensku sýnir hann gleði, sorg eða reiði með viðeigandi andlitsdráttum.

„Við erum að reyna að skapa meðvitund fyrir vélmenni svo þau geti tjáð viðeigandi andlitsdrætti. Ég trúi því að þetta sé lykillinn að því að bæta samskipti vélmenna og manna," segir Junichi Takeno, verkefnastjóri hjá Meiji háskólanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×