Erlent

Einhverf vélmenni

Vélmennið Kaspar getur hjálpað einhverfum börnum að mynda félagstengsl.
Vélmennið Kaspar getur hjálpað einhverfum börnum að mynda félagstengsl.

Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl.

Kaspar (Kinesics and Synchronisation in Personal Assisstant Robotics) er afrakstur samevrópsks verkefnis sem miðar að því að finna leiðir til að aðstoða einhverf börn. Hann er búinn til í háskólanum í Hertfordshire og er mikil völundarsmíð. Andlit hans er búið til úr sílikongrímu sem strengd er á álgrind og getur hann jafnvel brosað. Markmiðið er þó ekki að gera vélmennið sem raunverulegast heldur að notagildið sé sem mest og auðvelt sé að fá einhverft barn að eiga tjáskipti við vélmennið.

Vélmennið getur opnað og lokað munninum, blikkað augunum og hreyft þau til (augun eru einnig tvær myndavélar), hreyft höfuðið í allar áttir auk þess að geta hreyft hendurnar.

Þrátt fyrir að rannsóknir með vélmennið lofi góðu eru skaparar hans ekki fyllilega sáttir og því heldur þróun hans áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×