Erlent

Leiðinlegasta ljós í heimi

Sumir upp finningamenn eru sniðugir, aðrir bjarga mannslífum en sumir eru bara fífl.

Einhver snillingur hefur fundið upp og markaðssett ljós sem tengt er við USB-tengi í tölvu. Ljósið lýsir einungis er verið er að pikka á tölvuna og þeim mun hraðar sem pikkað er þeim mun bjartar skín ljósið.

Þetta er því hið fullkomna tæki fyrir yfirmenn að píska út skrifstofufólkinu sínu. Jæja, þá verða þeir bara að herða skrifin á MSN.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×