Erlent

Reyklaus sígaretta

Sólveig Kr. Bergmann skrifar

Reyklausa sígarettan er orðin að veruleika. Hún er dönsk að uppruna, inniheldur nikótín og á að hafa hið fínasta tóbaksbragð.

Anders Jensen uppfinningamaður hefur síðustu sjö ár þróað þessa nýjung innan fyrirtækis síns TrendTech og hefur sett jafnvirði 100 milljóna íslenskra króna í þróunarvinnu. Það sem prýða þarf reyklausa rettu er að sjálfsögðu að úr henni náist hæfilegt magn ávanabindandi nikótíns og svo tóbaksbragð. Þessu er komið fyrir í fljótandi formi inn í rettunum og svo er einfaldlega sogið.

Jensen stefnir á að reisa verksmiðju í Silkiborg á Jótlandi þar sem framleiddir verða 100 þúsund pakkar af reyklausum sígarettum dag hvern. Þetta gæti orðið arðbær framleiðsla því Danir feta í fótspor Íslendinga í ágúst og þá verða danskir vinnustaðir, kaffihús og veitingastaðir reyklausir.

Það eru þó skiptar skoðanior meðal reykingamanna hvort reyklaus sígaretta geti í raun fyllt skarð þeirra hefðbundnu.

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×