Erlent

Sveppir nærast á geislavirkni

Sveppir tillífa geislavirkni með tilstuðlan litarefnisins melaníns, sama efnis og gerir okkur brún í sól. Hlutverk þess hefur hingað til verið óþekkt í sveppum.
Sveppir tillífa geislavirkni með tilstuðlan litarefnisins melaníns, sama efnis og gerir okkur brún í sól. Hlutverk þess hefur hingað til verið óþekkt í sveppum.

Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni.

Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár. Kveikjan var þegar vísindamenn tóku eftir því að ákveðnar sveppategundir döfnuðu afar vel á veggjum híbýla í Chernobyl.

Uppgötvunin getur haft ýmsa kosti í för með sér. Meðal annars er gælt við þá hugmynd að rækta matsveppi úti í geimnum fyrir svanga geimfara. „Mikið er af jónandi geislun í geimnum. Sveppir sem nýta sér hana gætu verið óendanleg mataruppspretta fyrir geimfara í löngum verkefnum og þegar nema á nýjar plánetur," sagði dr. Ekaterina Dadachova, stjórnandi rannsóknarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×