Erlent

Pilla sem stöðvar blæðingar

Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar.

Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega.

Konur hafa hingað til getað tekið pilluna áfram til að koma í veg fyrir blæðingar þó ekki hafi verið mælt með því.

Lybrel er fyrsta pillan sem á að taka alla daga ársins án hlés. Gerðar hafa verið rannsóknir á pillunni og um 41 prósent kvenna sem hana tóku urðu þó varar við einhverja útferð.

Læknar telja að Lybrel geti hjálpað konum sem hafa mikla fyrirtíðarverki. Ógleði, krampar og höfuðverkir sem þeim fylgi heyri sögunni til með hinni nýju pillu.

Sala á Lybrel-pillunni hefst að öllum líkindum í Bandaríkjunum í júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×