Innlent

Hvað er erfðamengun?

MYND/Vísindavefurinn

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali.

Ef við tökum laxfiska sem dæmi er stofnamyndun vel þekkt hjá þeim. Atlantshafslax á Íslandi greinist í marga stofna og segja má að í hverri á sé sérstakur stofn og fleiri en einn í stærri vatnakerfum. Margvíslega aðlögun má sjá hjá laxi í mismunandi ám. Til dæmis er hrygningartími misjafn á milli stofna og hrygnir lax í hlýjum ám síðar en lax í kaldari ám. Þannig stillir laxinn hrygningu í tíma svo að seiði klekist á réttum tíma í ánni sumarið eftir. Mikilvægt er þá að seiðin finni næga fæðu eftir klakið.

Lestu allt svarið á Vísindavef Háskóla Íslands



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×