Erlent

Morgnarnir erfiðastir

Vísindagögn benda til þess að við eigum ekki að vakna snemma eða fara seint að sofa.
Vísindagögn benda til þess að við eigum ekki að vakna snemma eða fara seint að sofa.

Erfiðast er að gera margt í einu á morgnana og kvöldin. Vísindamenn finna sér mismunandi viðfangsefni og sum þeirra koma spánskt fyrir sjónir. Vísindamaðurinn Daniel Bratzke starfar við háskólann í Tübingen í Þýskalandi. Hann hefur síðustu ár rannsakað viðbragðstíma fólks á mismunandi tímum sólarhringsins.

Nú var komið að því að rannsaka hæfni fólks til að sinna mörgum verkum í einu og hvaða áhrif klukkan hefði á hana. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart. Erfiðast er að sinna mörgum verkum í einu snemma á morgnana og seint á kvöldin. Hverjum hefði dottið það í hug?

Nú eru í það minnsta til vísindaleg gögn sem styðja þá kröfu að enginn ætti að þurfa að vakna of snemma eða vaka of lengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×