Erlent

Te dregur úr líkum á húðkrabbameini

Andoxunarefni í tei eru talin draga úr líkum á krabbameini.
Andoxunarefni í tei eru talin draga úr líkum á krabbameini.

Rannsóknir sýna að grænt og svart te minnkar hugsanlega líkur á húðkrabbameini. Tveir bollar af grænu eða svörtu tei gætu dregið úr líkum á krabbameini. Þetta eru niðurstöður breskra og bandarískra rannsókna á greindum húðkrabbameinstilfellum árin 1993 til 1995 og 1997 til 2000.

Lífsstíll, mataræði og neysla á grænu og svörtu tei var skoðuð hjá sjúklingum sem þjáðust af húðkrabba og heilbrigðum einstaklingum á aldursbilinu 25 til 74 ára.

Rannsóknirnar leiddu í ljós að þeir sem drukku reglulega te voru í minni hættu á að fá húðkrabbamein og er það rakið til andoxunarefna tesins, sem eiga að hindra myndun krabbameinsfrumna.

Enn fremur er talið að sítrónusneiðar, sem eru vinsælar út í te í Bandaríkjunum, eigi sinn þátt í að ýta undir heilsusamleg áhrif tesins, og því sé gott að setja eina eða tvær sneiðar út í.

Vonast er til að rannsóknirnar varpi frekara ljósi á því hvernig krabbamein þróast. Vísindamenn benda þó á að te sé ekki vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Sólarvörn 15+ komi að góðum notum, en best sé auðvitað að skýla sér fyrir sólinni þegar hún skín skærast.

Frá þessu er greint á bbc. co.uk



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×