Erlent

Grafhvelfing Heródesar fundin

Ehud Netzer heldur á broti úr kistu sem hann telur að Heródes hafi verið lagður í. Netzer kynnti niðurstöður rannsókna sinna í dag.
Ehud Netzer heldur á broti úr kistu sem hann telur að Heródes hafi verið lagður í. Netzer kynnti niðurstöður rannsókna sinna í dag.

Eftir að hafa leitað í yfir 30 ár telur ísraelski fornleifafræðingurinn, Ehud Netzer, sig hafa fundið gröf Heródesar konungs. Heródes réð yfir Júdeu þegar Jesú Kristur fæddist.

Heródesi var lýst í Nýja testamentinu sem morðingi hinna saklausu. Þegar hann frétti af fæðingu Krists skipaði hann að öll börn undir tveggja ára aldri skyldu drepinn, segir í Matthíasarguðspjalli. Jósep faðir Jesú fékk viðvörun í draumi og flúði með Jesúbarnið til Egyptalands.

„Þegar ég áttaði mig á því að þetta var gröfin hans (Heródesar) varð ég mjög glaður," sagði prófessor Netzer við fréttavef BBC.

„Allir hafa áhuga á landinu helga og gröf Heródesar er hluti af sögu þess," sagði Netzer.

Ef fundur Netzer verður staðfestur er um að ræða gríðarlega stóra fornleifafræðiuppgötvun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×