Innlent

Jón Ásgeir áfrýjar dómi til Hæstaréttar

Gestur Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi.
Gestur Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi. MYND/GVA

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu sem féll í dag til Hæstaréttar. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot í tengslum við rekstur Baugs. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, staðfesti það í samtali við fréttamann Stöðvar 2 að áfrýjað yrði í málinu. Hann segir Jón Ásgeir ekki sætta sig við að vera dæmdur fyrir brot sem hann telji sig vera saklausan af



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×