Erlent

Litli bróðir er pínulítill

Eineggja fyrirburatvíburar, þar sem annar er aðeins þriðjungur af stærð bróður síns, eiga báðir góðar lífslíkur.

Lincoln Ryman var 530 grömm þegar hann fæddist en bróðir hans, Byron, var 1,5 kíló. Læknar ákváðu að taka á móti drengjunum þegar upp komst um fágætt meðgöngutilvik. Blóð úr Lincoln flæddi yfir í Byron og báðir voru í hættu. Þá var móðirin búin að ganga með þá í 28 vikur.

Henni var tjáð að lífslíkur Lincolns litla væru um 33 prósent vegna þess hve agnarsmár hann var. Þrátt fyrir það og hjartaaðgerð þegar hann fæddist dafnar hann mjög vel eins og bróðir hans Byron.

„Við erum í skýjunum, við bjuggumst ekki við að fá að eiga þá báða,“ segir Nicole Ryman móðir drengjanna.

„Við höfum hræðst af og til en nú lítum við fram veginn. Ég veit að ég á eftir að taka bræðurna heim,“ sagði hún.

Það lítur út fyrir að hún fái að taka Byron heim í lok næstu viku. Lincoln þarf að vera mánuð í viðbót á gjörgæslu fyrir ungabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×