Erlent

Grafreitur skylmingaþræla í Tyrklandi

Russell Crowe í hlutverki skylmingaþrælsins.
Russell Crowe í hlutverki skylmingaþrælsins.

Vísindamenn telja sig hafa fundið grafreit skylmingaþræla í Efesus í Tyrklandi. Þar var stórborg í austrómverska keisaradæminu.Þegar beinin eru skoðuð og áverkar á þeim kemur í ljós nýr fróðleikur um líf, bardagaaðferðir og dauða skylmingaþræla.

Þetta voru íþróttahetjurnar í hinum forna heimi. Nær þriðjungur allra olíulampa sem fundist hafa frá Rómarveldi bera myndir af skylmingaþrælum.

Lítið er hinsvegar vitað um það hve mikið var í húfi í hvert sinn sem þeir stigu inn í hringinn. Áttu þeir von á því að stíga út úr honum aftur?

Þessi uppgötvun sem sögð er vera fyrsti vísindalega sannaði grafreitur skylmingaþræla kemur til með að svara slíkum spurningum.

Það er fréttavefur BBC sem greinir frá þessu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×