Erlent

Skjalda -hættu að prumpa

Óli Tynes skrifar
Metangas framleiðandi, heima hjá sér.
Metangas framleiðandi, heima hjá sér.

Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum.

Meðal stórra metangas-losara eru kýr, en sem kunnugt er freta þær heil ósköp. Það á raunar einnig við um annan búpening, en kýrnar eru þó sýnu afkastamestar.

Líklega yrði erfitt að fá Skjöldu til að hætta að prumpa. Hinsvegar hafa vísindamenn fundið leiðir til þess að virkja metan úr skít hennar til rafmagnsframleiðslu á stórum kúabúum.

Á minni einingum er hægt að brenna skítinn og sleppa þannig út í loftið kol-díoxíði, sem er mun hættuminna en metanið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×