Erlent

Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum

Jónas Haraldsson skrifar
Getty Images
Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Í henni voru stofnfrumur teknar úr þeim sjálfum og svo sprautað aftur inn í líkama þeirra. Á meðan rannsókninni stóð voru sjúklingunum gefin lyf til þess að koma í veg fyrir að líkami þeirra hafnaði stofnfrumunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk með sykursýki geti lifað án þess að þurfa að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum. Þær gætu leitt til byltingar í því hvernig sykursýki er meðhöndluð.

Fólk með sykursýki 1 þarf að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum þar sem ónæmiskerfi þeirra kemur í veg fyrir að líkamar þeirra framleiði efnið. 13 af 15 þátttakendum í rannsókninni þurftu ekki á insúlínsprautum að halda í þrjú ár eftir að meðferð lauk.

Fólk fær sykursýki 1 þegar ónæmiskerfið ræðst gegn þeim frumum sem framleiða insúlín. Í rannsókninni voru fyrst teknar stofnfrumur úr blóði þeirra. Þeir gengust síðan undir væga tegund efnameðferðar til þess að eyða þeim hvítu blóðkornum sem réðust gegn insúlínframleiðandi frumum. Að lokum var stofnfrumunum sprautað aftur í þátttakendurnar til þess að byggja upp ónæmiskerfi þeirra á ný.

Frá þessu er skýrt á vef breska tímaritsins Time í dag. Hægt er sjá greinina í fullri lengd hér.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×