Erlent

Borgar sig að blunda

Getty Images

Þið sem vitið ekkert betra en að blunda eilítið á daginn hafið fengið nýtt vopn í báráttunni fyrir réttindum dagsvæfra. Samkvæmt nýrri rannsókn ætti fólk að jafnaði að leggja sig þrisvar sinnum á viku yfir daginn, hálftíma í senn. Þetta á jafnt að auka afköst sem og gleði í vinnu. Og vinnuveitendur ættu að íhuga þetta alvarlega líka, því að talið er að síþreyta kosti bandarísk fyrirtæki eitt hundrað og fimmtíu milljarða á hverju einasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×