Innlent

Vísir opnar kosningavef

Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á vísir.is. Vefurinn er hugsaður sem staður þar sem almenningur getur fengið nýjustu fréttirnar af kosningabaráttunni og allar upplýsingar um kosningarnar, kannanir og frambjóðendur á einum stað.

Á vefnum birtast nýjustu kannanir, fréttir og greinar sem tengjast pólitíkinni og kosningabaráttunni. Hægt verður að kalla upp sjónvarpsviðtöl og fréttir úr Fréttum Stöðvar 2, Íslandi í dag og Silfri Egils og bloggfærslur frambjóðenda jafnt sem annarra bloggara. Stjórnmálaskýrendurnir Egill Helgason og Einar Mar Þórðarson eru með sérsvæði á vefnum fyrir pistla sína.

Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti.

Slóðin á Kosningavefinn á Vísir.is er https://www.visir.is/kosningar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×