Innlent

Aðalmeðferð Baugsmálsins lokið

MYND/Vísir

Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu eftir að saksóknari og verjendur sakborninga höfðu flutt seinni ræður sínar í munnlegum málflutningi. Rúmar sex vikur eru síðan aðalmeðferðin hófst með skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann er ákærður í 17 af 18 ákæruliðum. Kostnaður embættis saksóknara vegna sérfræðiaðstoðar er rúmar 55 milljónir og þá er ekki tekið tillit til launa setts saksóknara og aðstoðarmanna hans.  

Málið er nú lagt í dóm og hefur dómarinn samkvæmt lögum þrjár vikur til þess að kveða upp úrskurð en í ljósi umfangs málsins er ekki talið ólíklegt að dómurinn verði kveðinn upp síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×