Innlent

Um 340 hafa kosið um stækkun álversins í Straumsvík

MYND/Anton Brink

Rétt um 340 manns hafa greitt atkvæði um deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík nú þegar rúm vika er þar til gengið verður til kosninga.

Alls eru 16.648 manns á kjörskrá í Hafnarfirði vegna kosninganna og verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla alla virka daga í næstu viku. Kosið verður á þremur stöðum á kjördag 31. mars, í Víðistaðaskóla, Áslandsskóla og Íþróttahúsinu við Strandgötu en talið verður á síðastnefnda staðnum.

Kjörstaðir verða opnir frá 10-19 á kjördag og er reiknað með að fyrstu tölur liggi fyrir rúmlega sjö á kjördag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×