Innlent

Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland

Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár.

Jarðfræðilega er yfirleitt mikið um að vera á þessum slóðum. Mið-Atlantshafshryggurinn klýfur Atlantshafið í tvær úthafsplötur og kemur á land á Reykjanesi. Segja má að hann sé fæðingarstaður Íslands, því jarðhræringar á honum hafa orðið til þess að margar eyjar hafa risið úr sæ. Meðal þeirra eru Ísland, Azoreyjar og Madeira.

Vísindamennirnir telja ekki að þetta skapi hættu enda hefur þetta sár verið opið í mörg ár, og þetta er talið náttúrulegt fyrirbæri. Ekki af manna völdum. Engu að síður telja þeir mikilvægt að rannsaka þetta, til þess að fá betri skilning á því hvernig jörðin "hagar sér."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×